FLÖSKUMÓTTAKA
Grænir skátar og Endurvinnslan reka tæknivædda móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Einungis greitt skilagjald fyrir drykkjarumbúðir.
- Skilagjald er 22 kr. fyrir hverja einingu.
Opnunartímar:
Mánudaga – föstudaga: 09:00 – 18:00
Laugardaga og sunnudaga: 12:00 – 16:30
Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar varðandi skilagjald á drykkjarumbúðum.
PLAST
MEÐ SKILAGJALDI
- Plastflöskur fyrir ávaxtasafa
- Plastflöskur fyrir gosdrykki
- Plastflöskur fyrir orkudrykki
- Plastflöskur fyrir vatn
- Plastflöskur fyrir áfengi
PLAST
PLAST ÁN SKILAGJALDS
- Tómatsósa
- Þvottalögur
- Mjólkurdrykkir
- Ávaxtaþykkni
- Matarumbúðir
GLER
MEÐ SKILAGJALDI
- Glerflöskur fyrir áfengi
- Glerflöskur fyrir bjór
- Glerflöskur fyrir ávaxtasafa
- Glerflöskur fyrir gosdrykki
- Glerflöskur fyrir orkudrykki
GLER
GLER ÁN SKILAGJALDS
- Krukkur
- Matar- og olíuflöskur
- Edikflöskur
ÁL
MEÐ SKILAGJALDI
- Áldósir fyrir gosdrykki
- Áldósir fyrir orkudrykki
- Áldósir fyrir bjór
ÁL
ÁN SKILAGJALDS
- Hárlakk og úðabrúsar
- Niðursuðudósir
- Kryddstaukar
- Aðrar umbúðir úr áli
Endurvinnslan tekur einungis á móti skilagjaldsskyldum umbúðum sem falla undir 3. grein reglugerðar um söfnun, endurvinnslu og skilagjaldi á einnota drykkjarvöruumbúðum.
Matvælaumbúðir úr gleri bera ekki skilagjald og á að skila í grenndargáma eða til grenndarstöðva fyrir sorp. Það er kostnaðarsamt að móttaka, ferja og koma gleri í endurvinnsluferli. Skv. útreikningum áætlum við að skilakerfið beri tjón upp á 10 til 35 krónur fyrir hverja glerumbúð án skilagjalds sem slæðist inn til okkar. Við myndum gjarnan vilja nota þá fjármuni í að fjölga talningavélum og auka þjónustustig okkar. Hvetjum við því alla til að vanda flokkun og koma öllum umbúðum í réttan farveg.
Ál er einstaklega heppilegur málmur í drykkjarumbúðir. Endalaust er hægt að endurvinna ál, gríðarlega sterkar umbúðir m.t.t til þyngdar og fátt betra en svellköld dós af uppáhalds drykknum, hver sem hann er.