graenir@skatar.is
Mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00, helgar 12:00 - 16:30
graenir@skatar.is
Mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00, helgar 12:00 - 16:30
Með því að styðja við uppeldi, félagsfærni og forystu ungs fólks hjálpum við til við að móta ábyrgar og sjálfstæðar manneskjur. Skátastarf stuðlar að sterkum gildum og heilbrigðum lífsstíl.
Starfsemi okkar byggist á sjálfbærni, flokkun og endurvinnslu. Við vinnum markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum og fræða ungt fólk um mikilvægi náttúruverndar.
Með því að skapa aðgengileg og stuðningsrík vinnuskilyrði tryggjum við þátttöku allra í samfélaginu. Við trúum því að fjölbreytileiki styrki vinnustaði og efli samkennd og virðingu.
Mismunandi lausnir við að safna drykkjarumbúðum
Um okkur
Grænir skátar styðja beint við skátastarf á Íslandi með því að nota allan hagnað sinn til að fjármagna verkefni, búnað og viðburði fyrir skáta. Með þessu stuðlar félagið að öflugu og fjölbreyttu tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni um allt land.
Félagið er leiðandi í því að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Í gegnum samstarf við Vinnumálastofnun og önnur félagsleg úrræði býður Grænir skátar upp á starfsumhverfi sem hentar einstaklingum með mismunandi þarfir og styrkleika, og stuðlar þannig að auknu jafnrétti og samfélagslegri þátttöku.
Með því að safna inn drykkjarumbúðum og tryggja að þær fari í endurvinnslu stuðlar Grænir skátar að aukinni umhverfisvitund í samfélaginu. Starfsemin er bein þátttaka í hringrásarhagkerfinu þar sem úrgangur fær nýtt líf og dregið er úr sóun á auðlindum.
Grænir Skátar eru samtök sem sérhæfa sig í söfnun á innborguðum drykkjarvöruumbúðum. Það hefur verið starfrækt frá árinu 1989 og er í eigu Bandalags íslenskra skáta. Öllum tekjum af starfseminni er varið til styrktar ungmennum í skátastarfi.
Mánudaga til föstudaga 9:00 – 18:00, helgar 12:00 – 16:30
Hægt er að hafa samband í síma +354 699 7354 eða með tölvupósti á graenir@skatar.is. Heimilisfang: Hraunbær 123, 110 Reykjavík.
HVAÐ SEGJA Viðskiptavinir
Zachary Erb2024-07-28Trustindex verifies that the original source of the review is Google. I always bring my glass and plastic bottles here. Service is nice. Waiting time can sometimes be 5-10 mins during peak hours. Their location is perfect for my needs. Ég kem alltaf með gler- og plastflöskurnar mínar hingað. Þjónustan er fín. Biðtími getur stundum verið 5-10 mínútur á álagstímum. Staðsetning þeirra er fullkomin fyrir þarfir mínar. Halldor Sveinn Olafsson2024-05-07Trustindex verifies that the original source of the review is Google. Grænir Skátar, flöskur móttaka/endurvinnslustöð 👌 5 Stjörnur ! Easy. Alveg frábær enduvinnslurstöð . Eg fer alltaf með mínar flöskur og föt í skátana í Hraunbæ. Frábær viðkunnanleg þjónusta hjá þeim... Ég veit þið takið við Flöskum og fötum í endurvinnslu ,en er eitthvað meira sem þið takið við, eitthvað sem ég veit ekki um? Björn Ólafsson2024-03-01Trustindex verifies that the original source of the review is Google. Mjög þægilegt að koma hingað með umbúðir með skilagjaldi. Talið fyrir fólk og því þarf ekki að telja heima. Lagt inn á kort og gengur allt ótrúlega vel. margrét kristjánsdóttir2019-04-20Trustindex verifies that the original source of the review is Google. Flott og góð.þjónusta.
graenir@skatar.is
Mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00, helgar 12:00 - 16:30